
Miðjumaðurinn varnarsinnaði Eiður Atli Rúnarsson, sem getur einnig leikið sem hafsent, er búinn að gera nýjan samning við uppeldisfélag sitt HK.
Eiður Atli er fæddur 2002 og hefur spilað yfir 50 leiki fyrir HK en hann lék á láni hjá ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra. Hann var því ekki partur af liðinu sem féll úr Bestu deildinni í fyrra, þess í stað vann hann Lengjudeildina með ÍBV.
Eiður gerir þriggja ára samning við HK og leikur því annað tímabilð í röð í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa hjálpað Eyjamönnum í fyrra.
Eiður á í heildina 30 leiki að baki í næstefstu deild með HK og ÍBV, auk þess að hafa spilað 17 leiki í Bestu deildinni með HK-ingum.
Athugasemdir