Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 14:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víðir heill en utan hóps - „Vorum með þrjá sóknarmenn á bekknum"
Víðir Þorvarðar.
Víðir Þorvarðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonni með brúsana í gær.
Jonni með brúsana í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV heimsótti Víking í 1. umferð Bestu deildarinnar í gær. Það vakti athygli að reynsluboltinn Víðir Þorvarðarson var ekki í leikmannahópi ÍBV í leiknum.

Víðir er 32 ára kantmaður sem lék 13 leiki með ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Hann lék síðast í efstu deild sumarið 2019 og á alls að baki 140 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 22 mörk.

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var spurður út í Víði í viðtali eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 ÍBV

„Hann er alveg heill, við vorum með þrjá sóknarmenn á bekknum. Við getum bara (þurfum að vera með a.m.k.) tvo 2. flokks stráka á bekknum (ef við viljum vera með níu varamenn). Það eru ákveðnar hömlur. Þá var einn sóknarmaður eftir og hann varð eftir í dag, það er bara þannig," sagði Láki.

Þeir Omar Sowe, Sverrir Páll Hjaltested og Arnar Breki Gunnarsson eru sóknarmennirnir sem byrjuðu á bekknum í gær.

Það vakti einnig athygli að Jón Ingason var í liðsstjórn ÍBV í gær. Láki sagði frá því í vetur að Jón yrði mjög ólíklega með ÍBV í sumar.

„Nei, Jonni var með okkur í dag sem liðsstjóri, er frábær í því. Hann er nýbúinn að eignast barn og við reiknum ekki með honum í sumar," sagði Láki.
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Athugasemdir
banner