Albert vonast til að hjálpa Fiorentina að vinna langþráðan Sambandsdeildartitil. Fiorentina hefur tapað úrslitaleik Sambandsdeildarinnar síðustu tvö ár í röð, fyrst gegn West Ham og svo Olympiakos.
Chelsea heimsækir Legia til Varsjár í Póllandi í fyrsta leik kvöldsins í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Enska stórveldið hefur farið þægilega í gegnum keppnina til þessa og virðast einungis tveir sterkir andstæðingar sem gætu spilað tvær innbyrðisviðureignir á svipuðu gæðastigi vera eftir í mótinu.
Legia Varsjá sló Shamrock Rovers og Molde naumlega úr leik til að koma sér í 8-liða úrslitin og mun sigurvegari viðureignarinnar gegn Chelsea mæta annað hvort Djurgården eða Rapid frá Vínarborg í undanúrslitum.
Hin leiðin að úrslitaleiknum er erfiðari, þar sem Fiorentina og Real Betis gætu mæst í undanúrslitum. Albert Guðmundsson og félagar í liði Fiorentina heimsækja NK Celje til Slóveníu í kvöld á sama tíma og Betis tekur á móti Jagiellonia frá Póllandi. Pólverjar eiga því flesta fulltrúa í 8-liða úrslitunum í ár.
Leikir dagsins
16:45 Legia - Chelsea
19:00 Betis - Jagiellonia
19:00 Celje - Fiorentina
19:00 Djurgarden - Rapid
Athugasemdir