Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Flick og Raphinha kátir: Búinn að biðja Cubarsí afsökunar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Raphinha skoraði eitt og lagði upp tvö í frábærum 4-0 sigri Barcelona gegn Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Raphinha gaf kost á sér í viðtal eftir sigurinn ásamt nokkrum liðsfélögum sínum og Hansi Flick þjálfara, sem voru allir í skýjunum.

„Við spiluðum frábæran leik en erum ekki komnir áfram. Þetta var bara fyrri hálfleikur. Fótbolti er klikkuð íþrótt og það getur bókstaflega allt gerst. Við spiluðum vel og skoruðum frábær mörk, sóknarlínan er gríðarlega mikilvæg en það er varnarlínan líka. Þegar við förum til Dortmund þá verðum við að spila eins og við gerðum í kvöld," sagði Flick og tók Raphinha undir hans orð í sínu viðtali.

Flick ræddi einnig um Lamine Yamal sem var skipt af velli á 86. mínútu fyrir Ansu Fati sem hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum.

„Lamine Yamal er ekki meiddur, hann er búinn að spila mjög mikið af mínútum að undanförnu svo það var gott að geta hvílt hann í smá stund. Það var líka mikilvægt fyrir Ansu Fati að fá mínútur, hann er búinn að vera að æfa vel og átti skilið að fá að spreyta sig."

Raphinha ræddi meðal annars um markið sem hann skoraði í sigrinum sem reyndist eina markið í fyrri hálfleik. Pau Cubarsí var búinn að sparka boltanum í átt að marki en Raphinha tókst að snerta boltann áður en hann rúllaði yfir línuna til að fá markið skráð á sig. Sjáðu markið

„Ég er búinn að biðja Pau Cubarsí afsökunar fyrir að hafa stolið fyrsta markinu af honum," sagði Raphinha sem var svo spurður út í ummæli sín fyrir niðurlægingu brasilíska landsliðsins gegn Argentínu í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM í síðasta landsleikjahléi.

„Ég notaði kannski ekki bestu orðin en hugarfarið mitt þegar ég klæðist treyju brasilíska landsliðsins er augljóst. Þetta snýst um að verja treyjuna, um að verja þjóðina. Það sem skiptir mig máli í lífinu er að standa með mínu fólki, hvort sem það er með landsliðinu eða hérna með Barcelona. Ef ég þarf að berjast þá geri ég það."

Hinn 28 ára gamli Raphinha hefur komið að 50 mörkum í 45 leikjum með Barcelona á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner