Vincent Kompany, stjóri Bayern, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap Bayern á heimavelli í fyrri leik liðsins gegn Inter í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Lautaro Martinez kom Inter yfir en Thomas Muller jafnaði metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það var síðan Davide Frattesi sem trygggði Inter sigurinn.
Lautaro Martinez kom Inter yfir en Thomas Muller jafnaði metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það var síðan Davide Frattesi sem trygggði Inter sigurinn.
„Við byrjuðum leikinn vel, við réðum lögum og lofum fyrsta hálftímann og hefðum getað skorað eitt eða tvö mörk, jafnvel fleiri. Við töpuðum 2-1 og getum ekki breytt því. Úrslitin voru Inter í hag en sjáum til hvað gerist í næstu viku," sagði Kompany.
Seinni leikur liðanna fer fram á Ítalíu eftir viku.
Athugasemdir