Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Áheyrnarprufa Jones heppnaðist frábærlega
Jones var virkilega góður í hægri bakverðinum.
Jones var virkilega góður í hægri bakverðinum.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold er meiddur og framtíð hans að auki í óvissu. Curtis Jones, annar uppalinn Liverpoool maður, fyllti hans skarð í sigrinum gegn Everton í gær.

Þetta var í fyrsta sinn á aðalliðsferlinum sem Jones byrjaði deildarleik sem bakvörður. Lewis Steele, íþróttafréttamaður Daily Mail, segir að mögulega höfum við fengið að skyggnast inn í það hvernig framtíðin verður ef Alexander-Arnold fer til Real Madrid.

„Þetta var tækifæri fyrir Jones að sýna Arne Slot hvað hann getur gert sem hægri bakvörður. Áheyrnaprufa hans heppnaðist frábærlega. Hann kláraði 68 af 73 sendingum sínum, vann þrjú af fimm einvígum og vann boltinn sex sinnum," skrifar Steele í grein sinni.

Arne Slot segir Jones hafa sýnt að hann er fullfær um að spila þessu stöðu og Andy Robertson, leikmaður Liverpool, hrósaði félaga sínum í viðtali eftir leik.

„Curtis lék afskaplega vel. Hann átti mjög góðan leik, hann er svo snjall fótboltamaður. Hann hefur spilað svo margar stöður og það sýnir leikgreindina sem hann býr yfir. Hann tók yfir leikinn. Leið vel með boltann og varðist líka vel," sagði Robertson.
Athugasemdir
banner