Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres er sagður hafa sett saman lista yfir sjö félög sem hann er tilbúinn að fara til í sumar.
Manchester United er ekki á þeim lista sem er athyglisvert í ljósi þess að hans gamli þjálfari, Rúben Amorim, stýrir núna United.
Manchester United er ekki á þeim lista sem er athyglisvert í ljósi þess að hans gamli þjálfari, Rúben Amorim, stýrir núna United.
Amorim fékk Gyökeres til Sporting og undir hans stjórn skoraði Svínn 66 mörk í 68 leikjum.
Gyökeres er einn eftirsóttasti framherji Evrópu en samkvæmt A Bola í Portúgal er leikmaðurinn opinn fyrir því að ganga í raðir Arsenal, Liverpool, Manchester City, Real Madrid, Barcelona, PSG og Bayern München.
Gyökeres er með 100 milljón evra riftunarverð í samningi sínum og er afar líklegt að hann fari annað í sumar.
Athugasemdir