„Þetta er bara frábær spurning. Ef ég á að vera hreinskilinn, þá veit ég það ekki," sagði Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals, í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net er hann var spurður út í það hvort Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, væri rétti maðurinn í að stýra Val.
Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili eftir að Arnar Grétarsson var rekinn. Hann hafði þá verið að þjálfa í Svíþjóð í nokkur ár en þar áður var hann þjálfari KA og Grindavíkur hér á Íslandi.
Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili eftir að Arnar Grétarsson var rekinn. Hann hafði þá verið að þjálfa í Svíþjóð í nokkur ár en þar áður var hann þjálfari KA og Grindavíkur hér á Íslandi.
Hann náði að stýra Val í Evrópusæti á síðustu leiktíð og er núna á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari liðsins.
„Það er hans að sýna það núna. Hann var helvíti flottur á stuðningsmannakvöldinu og kom mér á óvart. Hann var beinskeyttur og það var kraftur í honum," sagði Arnar Sveinn. „Hann sagði að þetta hefði ekki verið nógu gott í fyrra og menn þyrftu að gera í betur. Hann þyrfti að sjá menn berjast og leggja sig fram."
„Fyrir mig þarf Túfa klárlega að sýna að hann sé rétti maðurinn í þetta. Ég er ekki að segja að ég sé seldur en guð minn góður, ég ætla klárlega að gefa honum tækifæri í það."
„Eins og Arnar minn segir, þá er ég ekki seldur en ég gef klárlega séns. Þetta er þjálfarinn sem farið er með inn í mót og ég styð það," sagði Jóhann Skúli Jónsson.
„Ef hann fær menn til að nenna, gera og vilja þá er þetta það gott lið að þetta hlýtur að ganga. Það er það sem þú þarft frá svona góðu liði. Það þarf engin geimvísindi. Þetta mun snúast fljótt upp í höndunum á honum ef þetta byrjar ekki vel. Það er mikilvægt að þetta muni byrja vel. En ég verð með honum alla leið," bætti Jói Skúli við.
Hægt er að hlusta á Niðurtalninguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir