
Brasilíumenn byrja af krafti gegn Suður Kóreu en staðan er orðin 2-0 eftir aðeins 12 mínútna leik.
Raphinha lagði upp fyrsta markið á 7. mínútu fyrir Vinicius Jr. Neymar var nálægt því að komast í boltann en hann missti af honum og boltinn endaði hjá Vinicius Junior sem skoraði.
Stuttu síðar var Richarlison klókur og komst fram fyrir Kim Min Jae varnarmann Kóreu í teignum en Min Jae átti alls ekki von á honum og sparkaði hann niður og vítaspyrna dæmd.
Neymar steig á punktinn og tók Seung-Gyu Kim markvörð Kóreumanna úr jafnvægi og skoraði af öryggi.
Brasilía er komið yfir á sjöttu mínútu með marki frá Vinicius Jr. pic.twitter.com/KdZLgBvZE2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Neymar skorar örugglega úr vítaspyrnunni og kemur Brasilíu í 2-0 pic.twitter.com/e8GDv4tBVG
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Athugasemdir