Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   mán 05. desember 2022 19:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frábær byrjun Brasilíumanna - Neymar kominn á blað

Brasilíumenn byrja af krafti gegn Suður Kóreu en staðan er orðin 2-0 eftir aðeins 12 mínútna leik.


Raphinha lagði upp fyrsta markið á 7. mínútu fyrir Vinicius Jr. Neymar var nálægt því að komast í boltann en hann missti af honum og boltinn endaði hjá Vinicius Junior sem skoraði.

Stuttu síðar var Richarlison klókur og komst fram fyrir Kim Min Jae varnarmann Kóreu í teignum en Min Jae átti alls ekki von á honum og sparkaði hann niður og vítaspyrna dæmd.

Neymar steig á punktinn og tók Seung-Gyu Kim markvörð Kóreumanna úr jafnvægi og skoraði af öryggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner