Ítalska fótboltasambandið hefur ákveðið að loka hluta stúkunnar á heimavelli Lazio í einn leik eftir að stuðningsmenn liðsins gerðust sekir um rasisma í garð leikmanna Lecce í gær.
Um er að ræða leikmennina Samuel Umtiti og Lameck Banda en sambandið segir að 'nánast allir' stuðningsmenn Lazio hafi sungið níðsöngva um þá á leik liðanna á heimavelli Lecce í gær.
Stúka sem kallast Curva Nord verður lokað en hún tekur 8520 þúsund manns í sæti. Völlurinn tekur samtals 70 þúsund stuðningsmenn.
Lazio á heimaleik gegn Empoli á sunnudaginn.
Athugasemdir