Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fös 06. janúar 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England um helgina - City og Chelsea mætast aftur
Mynd: EPA

Manchester City og Chelsea áttust við í deildinni í gær en um helgina er spilað í FA Bikarnum og þar mætast liðin aftur á sunnudagskvöldið.

Liðin spiluðu á Brúnni í gær en spila á Etihad á sunnudaginn.


Umferðin byrjar í kvöld á einum leik þar sem Manchester United og Everton mætast á Old Trafford. Frank Lampard á ekki marga leiki eftir sem stjóri Everton haldi gengið áfram eins og það hefur verið.

Leikur kvöldsins gæti vel verið hans banabiti.

Nokkrir úrvalsdeildarslagir eru í umferðinni en á morgun mætast Crystal Palace og Southampton í hádeginu. Brentford mætir West Ham og kvöldleikurinn á morgun er viðureign Liverpool og Wolves á Anfield.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar heimsækja Bournemouth á morgun. Umferðinni lýkur á leik Oxford og Arsenal á mánudagskvöldið.

Leikir helgarinnar

Í kvöld:

20:00 Man Utd - Everton

laugardagur 7. janúar

12:30 Reading - Watford
12:30 Tottenham - Portsmouth
12:30 Preston NE - Huddersfield
12:30 Gillingham - Leicester
12:30 Crystal Palace - Southampton
12:30 Forest Green - Birmingham
15:00 Shrewsbury - Sunderland
15:00 Millwall - Sheffield Utd
15:00 Ipswich Town - Rotherham
15:00 Middlesbrough - Brighton
15:00 Hull City - Fulham
15:00 Boreham - Accrington Stanley
15:00 Bournemouth - Burnley
15:00 Chesterfield - West Brom
15:00 Fleetwood Town - QPR
15:00 Blackpool - Nott. Forest
17:30 Luton - Wigan
17:30 Grimsby - Burton
17:30 Coventry - Wrexham
17:30 Brentford - West Ham
18:00 Sheff Wed - Newcastle
20:00 Liverpool - Wolves

sunnudagur 8. janúar

12:30 Derby County - Barnsley
12:30 Bristol City - Swansea
14:00 Stockport - Walsall
14:00 Norwich - Blackburn
14:00 Hartlepool - Stoke City
14:00 Cardiff City - Leeds
16:30 Aston Villa - Stevenage
16:30 Man City - Chelsea

mánudagur 9. janúar

20:00 Oxford United - Arsenal


Athugasemdir
banner
banner