Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fös 06. janúar 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Kjarnafæði og landsleikur
Mynd: KSÍ

Á sunnudaginn spilar íslenska landsliðið æfingaleik gegn Eistlandi en leikurinn fer fram í Portúgal. Ísland mætir Svíþjóð í næstu viku einnig í Portúgal.

Kjarnafæðimótið heldur áfram um helgina en flest lið voru búin að spila 1-2 leiki fyrir áramót.


Fyrsti leikurinn á nýju ári er í kvöld þegar Magni og KF mætast í Boganum en allir leikir helgarinnar fara fram í Boganum. Magni er að spila sinn fyrsta leik á mótinu en KF tapaði 5-2 gegn Þór í sínum fyrsta leik.

Á morgun eru síðan tveir leikir. Dalvík/Reynir og Tindastóll mætast en á undan er leikur Hamrana og Samherja.

Einn leikur er síðan í kvennaflokki á sunnudaginn þar sem Þór/KA mætir Þór/KA2.

föstudagur 6. janúar

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 2
21:00 Magni-KF (Boginn)

laugardagur 7. janúar

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 1
17:00 Dalvík/Reynir-Tindastóll (Boginn)

Kjarnafæðismótið - Karla: B-deild
15:30 Hamrarnir-Samherjar (Boginn)

sunnudagur 8. janúar

Kjarnafæðismótið - Kvenna
15:00 Þór/KA 2-Þór/KA (Boginn)


Athugasemdir
banner
banner
banner