
Vonandi verður fyrsti föstudagurinn á nýju ári ykkur góður. Disasi, Bellingham, De Jong, Kudus, Keane og fleiri í slúðurpakkanum.
Manchester United hefur átt viðræður varðandi franska varnarmanninn Axel Disasi (24) hjá Mónakó en fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni hafa augastað á honum. Disasi er miðvörður sem einnig getur leyst hægri bakvarðarstöðuna, hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakka. (Mail)
Forráðamenn Real Madrid telja auknar líkur á því að þeir skáki Liverpool í baráttunni um Jude Bellingham (19), miðjumann Borussia Dortmund og enska landsliðsins. (Marca)
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (25) er einn af fjórum leikmönnum Barcelona sem eru ekki til sölu í janúarglugganum. Þetta segir Joan Laporta forseti Börsunga. (Mirror)
Ajax hefur látið 40 milljóna punda verðmiða á Mohammed Kudus (22) en Manchester United hefur áhuga á Ganverjanum. (Star)
Manchester United hefur áhuga á franska framherjanum Randal Kolo Muani (24) hjá Eintracht Frankfurt. (Sky Germany)
Southampton hefur gert samkomulag við Dinamo Zagreb um sex milljóna punda kaup á króatíska framherjanum Mislav Orsic (30). (Fabrizio Romano)
Leicester hefur sent fyrirspurn til Lorient um vængmanninn Dango Ouattara (20) sem er frá Búrkína Fasó. (Mail)
Sex leiðandi aðilar í ensku úrvalsdeildinni, fótboltasambandinu og ensku deildasamtökunum hittast í dag til að ræða um breytingar á enska leikjadagatalinu. Rætt verður um að hætta með endurtekna leiki í FA bikarnum og möguleika fyrir lið í Evrópukeppnum að tefla fram unglingaliðum í deildabikarnum. (Times)
Wayne Rooney, fyrrum sóknarmaður Everton, er á blaði sem mögulegur nýr stjóri ef Everton rekur Frank Lampard. Rooney stýrir í dag DC United í bandarísku MLS-deildinni. (Sun)
Manchester United hefur gert lánstilboð í Joao Felix (23) hjá Atletico Madríd en Arsenal er einnig að horfa til portúgalska framherjans. (Relevo)
Juventus og Borussia Dortmund er að fylgjast með enska miðjumanninum Tim Iroegbunam (19) sem er hjá Queens Park Rangers á lánssamningi frá Aston Villa. (Teamtalk)
Úkraínski miðjumaðurinn Mykhaylo Mudryk (22) hefur tilkynnt Shaktar Donetsk formlega að hann vilji fara til Arsenal í janúar. (90min)
Darijo Srna sem er yfirmaður fótboltamála hjá Shaktar borðaði með Williian og Eduardo, fyrrum leikmönnum Arsenal, í London í gær. (Sun)
Forráðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að ná samkomulagi um Mudryk eftir vel heppnaðar viðræður við Shaktar. (Guardian)
Athugasemdir