Lionel Messi er mættur til æfinga hjá PSG en Christophe Galtier stjóri liðsins segir að Messi muni ekki spila í kvöld þegar liðið heimsækir Chateauroux í franska bikarnum.
„Við ætlum að fullvissa okkur um að hann verði tilbúinn í næsta leik. Ég mun skoða það mjög nákvæmt hvað hnan mun geta gert en við viljum að hann verði klár í næsta leik,"
Þá mætir PSG liði Angers á miðvikudaginn.
Messi varð heimsmeistari með Argentínu eftir sigur á Frakklandi í úrslitum. Galtier gerir ráð fyrir því að frönsku stuðningsmennirnir fagni endurkomu Messi.
„Við sjáum til þegar hann spilar næst. Það er enginn að skipa neinum að fagna Messi. Ég þori að vina að hann stuðningsmennirnir muni fagna honum, engin ástæða til að gera það ekki," sagði Galtier.
Athugasemdir