Joan Laporta forseti Barcelona segir að PSG muni ekki fá Ousmane Dembele sama hvað þeir reyna.
Dembele var nálægt því að yfirgefa félagið síðasta sumar en félaginu tókst að semja við hann og hann skrifaði undir samning sem rennur út sumarið 2024.
PSG er sagt hafa áhuga á honum en Laporta segir að leikmaðurinn sé alls ekki til sölu.
„Ef PSG kemur til að kaupa hann segjum við að hann sé ekki til sölu. Hann er einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Hann er ótrúlega hraður, hann er algjör elding. Í hvert sinn sem hann fær boltann getur hann tekið menn á, hann skoraði frábært mark í gær [í fyrradag]. Hann fer ekki fyrir 70 milljónir né aðra upphæð," sagði Laporta.
Athugasemdir