Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes bað ekki um skiptingu í 7-0 niðurlægingunni gegn Liverpool á Anfield í gær en þetta kemur fram í frétt BBC í dag.
Frammistaða Fernandes er umtöluð en eftir ágætan fyrri hálfleik mætti Fernandes ekki til leiks í þeim síðari.
Fyrirliðinn fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum en hann virtist pirraður og uppgefinn. Hann nennti ekki að sinna varnarskyldum, lét sig detta í grasið við minnstu snertingu og ýtti þá aðstoðardómara.
Gary Neville, sparkspekingur á Sky og fleiri spekingar gagnrýndu Fernandes fyrir að hafa beðið um skiptingu á 85. mínútu en hann fussaði yfir því að Marcus Rashford hafi farið af velli en ekki hann.
Samkvæmt frétt BBC er þetta ekki rétt. Fernandes hafi ekki beðið um skiptingu og hafi í raun verið óviss um hvaða stöðu hann ætti að spila etir að Rashford var tekinn af velli.
Martin Cassidy, framkvæmdastjóri stuðningsfélags dómara, hefur kallað eftir því að Fernandes fái að minnsta kosti fimm leikja bann fyrir að ýta aðstoðardómaranum í leiknum, en það þykir ólíklegt að það verði af því.
Þá hefur verið kallað eftir því að Fernandes verði sviptur fyrirliðabandinu eftir þessa hræðilegu frammistöðu.
Bruno Fernandes was PLEADING to be subbed off ????????????
— CF Comps (@CF_Compss) March 5, 2023
pic.twitter.com/EOVaKgrL1Y
Athugasemdir