Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
   sun 07. janúar 2018 13:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sævar Péturs: Mögulegt að KA fái Gambíumenn
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: KA
Markvörðurinn Cristian Martínez er 28 ára.
Markvörðurinn Cristian Martínez er 28 ára.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög ánægður með þessa viðbót við hópinn," segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um þá tvo nýju leikmenn sem Akureyringar fengu um hátíðarnar.

Spænski markvörðurinn Cristian Martínez kom frá Víkingi Ólafsvík og miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson er kominn heim úr atvinnumennskunni og gekk í raðir KA.

Srdjan Rajkovic sem varið hefur mark KA undanfarin ár hefur lagt hanskana á hilluna og er kominn í þjálfarateymið.

„Við litum í kringum okkur og Cristian var góður kostur. Hann hefur verið að spila á landinu og þekkir þessa deild. Þegar við heyrðum í honum gekk þetta hratt og vel og kláraðist á nokkrum dögum," segir Sævar.

„Ég heyrði í mönnum í Ólafsvík og hann fékk ekkert nema góð meðmæli. Hann hefur verið að þjálfa krakka og vinna í skólanum. Hann er flottur karakter og það er ekkert sjálfgefið að menn sem koma frá Suður-Evrópu endist svona lengi á Íslandi."

Haddi fyrirmynd í alla staði
Ein stærstu félagaskiptatíðindi vetrarins komu svo þegar KA landaði Hallgrími en hörð barátta var um leikmanninn.

„Það er ekkert launungarmál að við höfum lengi látið okkur dreyma um Hadda. Við heyrðum það síðasta sumar að fjölskylda hans væri flutt á Akureyri. Þá fór allt á flug en þá var útlitið þannig að hann myndi allavega klára tímabilið í Danmörku og taka svo stöðuna. Við græddum svo á því að hann vildi koma heim og vera með fjölskyldunni."

Hallgrímur var að spila vel í Danmörku með Lyngby og skiljanlega binda KA-menn miklar vonir við þennan 31 árs leikmann.

„Fyrir félag eins og okkur, sem er að rembast við að koma sér aftur á kortið, að fá leikmann sem hefur verið úti í atvinnumennsku í fleiri ár... hann hjálpar okkar ungu strákum sem sjá hvað þarf að gera. Haddi hefur lagt mikið á sig og búið til flottan feril úr því að vera fyrirmynd í alla staði," segir Sævar.

Ferð til Gambíu
Fyrr í vetur fór Sævar í fylgd með fleiri starfsmönnum KA til Gambíu í Vestur-Afríku til að kynna sér fótboltann þar í landi.

„Komið var á sambandi við félag þarna úti. Það var sett upp ferð til að við myndum fara og aðstoða aðeins við starfið hjá þeim. Við fórum þrír út og það er óhætt að segja að þetta hafi verið öðruvísi en ég átti von á," segir Sævar.

„Það er ótrúlegt að sjá hvað menn leggja á sig til að spila fótbolta þarna. Ég fór á einn ruglaðasta leik sem ég hef farið á, það var í fyrsta sinn sem ég hef orðið hræddur á fótboltaleik. Það var úrslitaleikur í hverfisfótbolta. Búist var við 10 þúsund áhorfendum en það komu rúmlega 25 þúsund sem tróðu sér í 20 þúsund manna stúku. Það var að líða yfir menn og fólk að kremjast. Sjúkrabílar komu að ná í fólk en leikurinn hélt bara áfram."

Má búast við því að Gambíumaður komi til KA?

„Það er aldrei að vita. Það eru tveir til þrír strákar sem við höfum verið í sambandi við og munum kannski skoða á næstu vikum. Það eru virkilega flottir íþróttamenn þarna sem við ræddum við. Það er bara verið að skoða þessa hluti," segir Sævar Pétursson.

Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 og er hægt að hlusta á spjallið í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir
banner
banner
banner