Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. mars 2024 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri tapaði ekki sjálfstraustinu - „Þá ertu ekki með neitt"
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri í leiknum gegn Man City í gær.
Orri í leiknum gegn Man City í gær.
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson sýndi það og sannaði í gærkvöldi að hann er með efnilegri sóknarmönnum heims. Hann byrjaði gegn Englands- og Evrópumeisturum Manchester City og átti virkilega flottan leik.

Íslenski sóknarmaðurinn lagði upp mark FCK í leiknum með snotri hælsendingu.



Orri hefur verið utan hóps í undanförnum deildarleikjum en það verður í raun að teljast óskiljanlegt þar sem Orri hefur nýtt tækifæri sín vel og skorað átta mörk og lagt upp sjö í 29 leikjum á tímabilinu. Hann er að skora mark á 161 mínútna fresti.

Orri sagði þó eftir leik að hann hafi aldrei tapað sjálfstraustinu. „Ég get verið ánægður með það hvernig ég spilaði leikinn og vonandi held ég svona áfram. Ég er með nóg af sjálfstrausti en þú verður að hugsa vel um það svo það hverfi aldrei. Ef þú ert ekki með sjálfstraust, þá ertu ekki með neitt."

FCK mætir næst Lyngby á sunnudaginn og það er spurning hvort Orri Steinn fái að vera í hóp þar. Vonandi er það svo.

Merkileg tölfræði
Orri er aðeins 19 ára gamall en FCK náði því merkilega afreki í gær að byrja leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með þrjá táninga í liðinu. Ásamt Orra þá byrjuðu þeir William Clem og Victor Froholdt leikinn.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 að lið teflir fram þremur táningum í byrjunarliði sínu í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Ajax gerði það þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner