Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 08. júní 2022 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
La Gazzetta segir Lecce vilja fá Jón Dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Lecce, sem vann Serie B í vor og spilar því í efstu deild í haust, hefur áhuga á Jóni Degi Þorsteinssyni framherja AGF í Danmörku.


Jón Dagur verður samningslaus í sumar eftir þrjú ár í Århus þar sem hann vill taka næsta skref á ferlinum. Jón Dagur er 23 ára gamall og nýlega búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti í sóknarlínu íslenska landsliðsins.

Hjá Lecce myndi Jón Dagur ganga til liðs við Þóri Jóhann Helgason, sem gekk í raðir Lecce í fyrra og spilaði 25 leiki í Serie B á leiktíðinni.

Lecce er að vinna hörðum höndum við að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í efstu deild og er Jón Dagur ekki eini leikmaðurinn sem félagið vill fá til sín.

Lecce er að krækja í Felix Afena-Gyan á lánssamningi frá Roma og hefur einnig áhuga á Augustine Agyapong, efnilegum hægri bakverði frá Gana.

Sjá einnig:
Jón Dagur sagður í viðræðum við Lecce


Athugasemdir
banner
banner