Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon er genginn í raðir Fylkis í Pepsi Max-deildinni. Hann er búinn að semja við Fylki út yfirstandandi tímabil.
Þetta er samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Þetta er samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Hann kemur til Fylkis þar sem markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er meiddur og verður frá næstu sex vikurnar.
Stefán Logi er 38 ára gamall. Síðasta sumar lék hann með Selfossi er liðið féll úr Inkasso-deildinni.
Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir Ísland. Hér heima hefur hann spilað með Víkingi R., Þrótti R., KS/Leiftri, Hvöt og KR, auk Selfoss. Erlendis hefur hann leikið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Englandi. Þá var hann ungur á mála hjá Bayern München.
Fylkir er í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar, en í síðustu viku framlengdi félagið lánssamning sinn við Kolbein Birgi Finnsson út mánuðinn.
Athugasemdir