Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Antony fyrstur til að skora í þremur fyrstu deildarleikjunum
Mynd: EPA

Brasilíski kantmaðurinn Antony skoraði jöfnunarmark Manchester United sem er að spila við Everton í ensku úrvalsdeildinni.


Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora í þremur fyrstu deildarleikjum sínum með Man Utd en hann skoraði einnig í stórleikjunum gegn Manchester City og Arsenal.

Þrátt fyrir góða markaskorun í úrvalsdeildinni er Antony búinn að spila þrjá leiki í Evrópudeildinni án þess að skora eða leggja upp mark.

Man Utd er með eins marks forystu þegar rétt rúmar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner