Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona fylgist náið með Dalot
Mynd: EPA

Spænsku risarnir í FC Barcelona hafa áhuga á portúgalska bakverðinum Diogo Dalot.


Dalot er 23 ára gamall og búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Hann er auk þess að berjast um byrjunarliðssæti í ógnarsterku landsliði Portúgala þar sem úrvalsdeildarbakverðirnir Joao Cancelo, Cedric Soares og Nelson Semedo koma einnig til greina.

Börsungar hafa verið með njósnara á leikjum Man Utd á upphafi tímabils til að fylgjast með Dalot sem rennur út á samningi næsta sumar. Rauðu djöflarnir eiga þó möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár.

Dalot spilaði 30 leiki á síðustu leiktíð en hefur nú þegar spilað 10 leiki á nýju tímabili. Hann er fremstur í goggunarröðinni hjá Erik ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner