Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham: Ég vildi ekki slasa hann

Það gekk mikið á í leik Dortmund og Bayern Munchen í þýsku deildinni í gær.


Anthony Modeste tryggði Dortmund stig með því að jafna metin í 2-2 þegar það var komið vel fram yfir venjulegan leiktíma.

Dortmund lék manni fleiri í uppbótartímanum þar sem Kingsley Coman var rekinn útaf á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Bayern vildi sjá rautt spjald fara á loft þegar Jude Bellingham sparkaði hressilega í andlitið á Alphonso Davies.

Bellingham var á gulu spjaldi en fékk ekki spjald fyrir sparkið. Hann hefur nú tjáð sig um atvikið en grunur liggur á að Davies hafi hlotið heilahristing.

„Ég var ekki að reyna þetta, ég vildi ekki slasa hann og ég óska honum góðs bata," sagði Bellingham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner