Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 10:39
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir Már framlengir við Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn þaulreyndi Birkir Már Sævarsson er búinn að framlengja samning sinn við Val út næstu leiktíð.


Birkir Már, sem verður 38 ára í nóvember, er lykilmaður í varnarlínu Vals og var áður fyrr lykilmaður í íslenska landsliðinu en lagði skóna á hilluna í fyrra.

Hann einbeitir sér nú að íslenska boltanum með Val þar sem hann hefur verið að gera flotta hluti.

Birkir Már lék fyrir Brann og Hammarby sem atvinnumaður auk þess að eiga um 250 keppnisleiki að baki fyrir Val.

Hann hefur spilað alla leiki Vals í Bestu deildinni í sumar og síðasta sumar og ljóst að hann verður aftur mikilvægur hlekkur á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner