Franska félagið Olympique Lyonnais er búið að reka Hollendinginn Peter Bosz úr starfi eftir fjögur töp og eitt jafntefli í fimm leikjum.
Bosz tók við Lyon í maí 2021 og var því í tæplega eitt og hálft ár við stjórnvölinn.
Lyon er búið að ráða Laurent Blanc til að fylla í skarðið. Blanc er goðsögn í Frakklandi eftir frábæran fótboltaferil en hann hefur meðal annars þjálfað Paris Saint-Germain, Bordeaux og franska landsliðið á þjálfaraferlinum.
Hann var í eitt og hálft ár hjá Al-Rayyan í Katar en gekk ekki nógu vel svo hann var rekinn í febrúar.
Blanc, sem lék 97 landsleiki fyrir Frakkland, er búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning við Lyon.
Communiqué du club ⤵
— Olympique Lyonnais (@OL) October 9, 2022
Athugasemdir