Arsenal og Liverpool eigast við klukkan 15:30 í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates. Oleksandr Zinchenko er ekki í hóp hjá Arsenal og þá er Fabinho á bekknum hjá Liverpool.
Mikel Arteta gerir eina breytingu á liði Arsenal en Zinchenko er ekki í hópnum og þá kemur Takehiro Tomiyasu inn í vinstri bakvörðinn í dag.
Fabinho, sem var á bekknum hjá Rangers í Meistaradeildinni á dögunum, verður áfram þar hjá Liverpool.
Jürgen Klopp heldur sig við sama leikkerfi og í síðasta leik, 4-2-3-1, með Diogo Jota í holunni. Darwin Nunez er upp á topp. Thiago er þá leikfær. Roberto Firmino er á bekknum.
Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Saliba, White, Gabriel Magalhães, Saka, Partey, Martinelli Silva, Xhaka, Ødegaard(c), Jesus.
Liverpool: Alisson, van Dijk, Alexander-Arnold, Matip, Tsimikas, Thiago, Diogo Jota, Salah, Díaz, Henderson(c), Núñez
Athugasemdir