Tveir fyrstu leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefjast á næstu klukkustund og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Patrick Vieira gerir tvær breytingar á liði Crystal Palace sem tapaði naumlega fyrir Chelsea í síðustu umferð. Joachim Andersen er kominn aftur úr meiðslum og tekur sér stöðu í miðverði og þá kemur Jeffrey Schlupp in í vinstri bakvarðarstöðuna. Nathaniel Clyne dettur úr byrjunarliðinu vegna meiðsla á meðan Tyrick Mitchell fer á bekkinn.
Palace tekur á móti lærisveinum Jesse Marsch hjá Leeds og gerir bandaríski stjórinn eina breytingu frá markalausu jafntefli gegn Aston Villa. Patrick Bamford kemur inn í byrjunarliðið fyrir Luis Sinisterra sem er í leikbanni. Þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur Bamford síðan í ágúst, hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla.
Crystal Palace: Guaita; Ward, Guehi, Andersen, Schlupp; Olise, Doucoure, Eze; Ayew, Edouard, Zaha.
Varamenn: Johnstone, Mitchell, Milivojevic, Tomkins, Mateta, Hughes, Ebiowei, Riedewald, Gordon.
Leeds: Meslier; Kristensen, Koch, Cooper, Struijk; Adams, Roca; Aaronson, Rodrigo, Harrison; Bamford.
Varamenn: Klaesson, Ayling, Summerville, Llorente, Gyabi, Gnonto, Gelhardt, Greenwood, Klich.
Lærisveinar David Moyes í West Ham United taka þá á móti nýliðum Fulham. Moyes gerir aðeins eina breytingu frá sigrinum gegn Wolves um síðustu helgi þar sem Pablo Fornals kemur inn fyrir meiddan Maxwel Cornet.
Það er komin mikil breidd í hópinn hjá West Ham sem sést vel ef varamannabekkurinn er skoðaður. Gríðarlega sterkur bekkur hjá Hömrunum sem stefna beinustu leið upp stöðutöfluna eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Markavélin Aleksandar Mitrovic er ekki með Fulham í dag vegna meiðsla. Marco Silva þjálfari gerir fjórar breytingar á liðinu sem steinlá á heimavelli gegn Newcastle um síðustu helgi.
Antonee Robinson og Joao Palhinha koma inn í byrjunarliðið eftir meiðsli og leikbann. Þá fá Neeskens Kebano og Carlos Vinicius tækifæri með byrjunarliðinu á meðan Harry Wilson er á bekknum. Wilson hefur ekki spilað eina mínútu á tímabilinu vegna hnémeiðsla.
West Ham: Fabianksi, Dawson, Kehrer, Cresswell, Zouma, Soucek, Rice, Bowen, Paqueta, Fornals, Scamacca
Varamenn: Areola, Johnson, Coufal, Antonio, Lanzini, Downes, Ogbonna, Benrahma, Emerson
Fulham: Leno, Adarabioyo, Ream, Robinson, Palhinha, Reed, Kebano, Pereira, De Cordova-Reid, James, Vinicius
Varamenn: Rodák, Duffy, Wilson, Cairney, Onomah, Mbabu, Diop, Bernard-Harris, Godo