Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 17:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Everton og Man Utd: Ten Hag gerir fjórar breytingar
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gerir fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Everton á Goodison Park klukkan 18:00.

Tyrell Malacia, Raphael Varane, Scott McTominay og Jadon Sancho byrjuðu allir gegn Manchester City í 6-3 tapinu síðustu helgi en þeir koma allir á bekkinn.

Casemiro byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir United en þeir Luke Shaw, Victor Lindelöf og Anthony Martial koma einnig inn í liðið.

Cristiano Ronaldo er áfram á bekknum hjá United.

Frank Lampard gerir eina breytingu á liði Everton. Anthony Gordon kemur inn fyrir Dwight McNeil.

Everton: Pickford, Coleman, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Onana, Gueye, Iwobi, Gordon, Maupay, Gray.

Man Utd: De Gea, Dalot, Lindelof, Martinez, Shaw, Casemiro, Eriksen, Antony, Fernandes, Martial, Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner