Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 15:23
Brynjar Ingi Erluson
Casillas hakkaður og biður LGBT-samfélagið afsökunar
Fyrrum markvörðurinn, Iker Casillas, greindi frá því á samfélagsmiðlum fyrr í dag að hann væri kominn út úr skápnum, en hann hefur nú eytt færslunni og sent afsökunarbeiðni til LGBT-samfélagsins.

Casillas sagði frá því á samfélagsmiðlum að hann væri samkynhneigður og gaf þá Carles Puyol, fyrrum samherji hans í spænska landsliðinu, til kynna að þeir væru í ástarsambandi.

Spænskir fjölmiðlar hafa síðan fullyrt að þarna væri Casillas að reyna að vera kaldhæðinn. Þar kom fram að hann væri þreyttur á slúðursögunum um að hann væri með nýrri konu í hverri viku og vildi því slá á létta strengi.

Casillas hefur eytt færslunni síðan og birt nýja færslu þar sem hann greinir frá því að hafa orðið fyrir barðinu á hökkurum.

„Aðgangur minn var hakkaður. Það er sem betur fer allt komið í lag. Ég bið alla fylgjendur mína afsökunar og auðvitað bið ég LGBT-samfélagið afsökunar í leiðinni," skrifaði Casillas á Twitter.

Hvað var sagt?

Færslan var birt í fyrr í dag og hefur ekkert borist frá Puyol til þessa. Mikil reiði er í LGBT-samfélaginu þessa stundina, enda er talið að Casillas hafi veirð með aumkunarvert grín á kostnað samkynhneigðra og það þegar stutt er í HM í Katar, stað þar sem réttindi samkynhneigðra eru svo lítil sem engin.

„Ég vona að þessi ákvörðun mín verði virt: Ég er samkynhneigður," skrifaði Casillas á Twitter í dag og fékk svar frá Puyol.

„Það er kominn tími til að segja frá okkur, Iker," svaraði Puyol og lét fylgja hjarta og kyssutjákn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner