Iker Casillas og Carles Puyol eru goðsagnir hjá Real Madrid, Barcelona og spænska landsliðinu. Þeir eru hættir í atvinnumennsku enda báðir komnir yfir fertugt.
Þeir gáfu nokkuð skilaboð frá sér á Twitter í dag þar sem Casillas kom út úr skápnum og tók Puyol undir.
„Ég vona að þessi ákvörðun mín verði virt: Ég er samkynhneigður," skrifaði Casillas á Twitter í dag og fékk svar frá Puyol.
„Það er kominn tími til að segja frá okkur, Iker," svaraði Puyol og lét fylgja hjarta og kyssutjákn.
Athugasemdir