Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   sun 09. október 2022 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Everton og Man Utd: Casemiro og Ronaldo bestir
Mynd: EPA

Reynsluboltarnir Casemiro og Cristiano Ronaldo voru valdir sem bestu leikmenn vallarins eftir 1-2 sigur Manchester United á útivelli gegn Everton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Ronaldo kom inn af bekknum í fyrri hálfleik eftir að Anthony Martial varð fyrir meiðslum og skoraði portúgalska stórstjarnan sigurmark leiksins korteri síðar eftir undirbúning frá Casemiro.

Casemiro er maður leiksins í einkunnagjöf Sky Sports með 8 í einkunn og fær Ronaldo sömu einkunn.

Scott McTominay, sem kom inn af bekknum í seinni hálfleik, var verstur í liði Rauðu djöflanna með 5 í einkunn. Það er sama einkunn og Idrissa Gueye, Anthony Gordon og Neal Maupay fengu í liði Everton.

Everton: Pickford (6), Coleman (6), Coady (6), Tarkowski (6), Mykolenko (6), Gueye (5), Iwobi (7), Onana (6), Gordon (5), Maupay (5), Gray (6).
Varamenn: McNeil (6), Garner (7), Calvert-Lewin (6)

Man Utd: De Gea (6), Dalot (6), Lindelof (6), Martinez (7), Shaw (7), Casemiro (8), Eriksen (6), Antony (7), Fernandes (6), Rashford (6), Martial (6).
Varamenn: Ronaldo (8), McTominay (5)


Athugasemdir
banner
banner