Leon Goretzka leikmaður Bayern Munchen var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Dortmund í þýsku deildinni í gær.
Dortmund jafnaði metin nánast með síðustu snertingu leiksins
„Það er ekki hægt að koma þessu í orð. Við erum allir pirraðir og svekktir, við spiluðum vel en klikkuðum í lokin, þetta er að gerast alltof oft hjá okkur upp á síðkastið," sagði Goretzka.
Bayern og Dortmund eru stigi á eftir Union Berling og Freiburg sem eru í tveimur efstu sætunum en þau spila í dag.
Freiburg heimsækir Hertha Berlin og Union heimsækir Stuttgart.
Athugasemdir