Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Sig tekur við Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson er nýr þjálfari Grindavíkur
Helgi Sigurðsson er nýr þjálfari Grindavíkur
Mynd: UMFG
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur tilkynnt ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks karla. Helgi Sigurðsson mun taka við starfinu af Alfreð Elíasi Jóhannssyni.

Alfreð Elías lét af störfum eftir tímabilið í Lengjudeildinni en Grindavík hafnaði í 6. sæti deildarinnar með 30 stig.

Margir reyndir þjálfarar voru orðaðir við stöðuna þar á meðal Ejub Purisevic, Þórhallur Dan og auðvitað Helgi Sigurðsson.

Það var svo tilkynnt í dag að Helgi mun taka við liðinu þann 1. nóvember eða eftir að Bestu deild karla lýkur. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Vals og mun klára tímabilið með liðinu. Helgi hefur áður þjálfað ÍBV og Fylki.

Helgi skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík í dag en hann er spenntur að hefja störf hjá félaginu.

„Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Grindavík. Hér er frábær aðstaða og Grindavík hefur fulla burði til að komast í deild þeirra bestu á nýjan leik."

„Það er rík hefð hjá Grindavík og spennandi kjarni leikmanna til staðar hjá félaginu. Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu," sagði Helgi við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner