Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Við erum nálægt því að springa út
Mynd: EPA

Jürgen Klopp er spenntur fyrir stórleik dagsins þar sem Liverpool heimsækir toppbaráttulið Arsenal. 


Liverpool hefur farið hægt af stað á nýju tímabili og vonast Klopp til að hans menn hrökkvi í gang í dag.

„Við erum nálægt því að springa út og ég vona að það sé sama sagan hjá Mo. Hann er kannski ekki búinn að skora mörg mörk en hann hefur tekið virkan þátt í mörgum þeirra. Mo þráir að skora mörk eins og hann hefur alltaf gert. Þú getur hringt í hann eftir 20 ár og það mun ekki hafa breyst," sagði Klopp, sem var svo spurður út í markamaskínuna frá Noregi, Erling Braut Haaland.

„Það getur enginn höndlað Haaland. Hann er ótrúlegur leikmaður í framúrskarandi liði. Það er ekki hægt að bera aðra leikmenn saman við Haaland eins og staðan er í dag."

Arsenal er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, einu stigi eftir Englandsmeisturum Manchester City og með leikinn gegn Liverpool í dag til góða.

„Arsenal er orðið betra lið en það var. Það eru kannski einhver líkindi á milli Arsenal og Liverpool þegar ég tók við. Arsenal eru mjög góðir og virðast tilbúnir fyrir næsta skref.

Liverpool er ellefu stigum eftir Arsenal fyrir leik dagsins, en með leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner