Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leikdagar Íslands í undankeppninni: Stjörnurnar koma í júní
Mynd: EPA
Milan Skriniar og félagar frá Slóvakíu eru engin lömb að leika sér við.
Milan Skriniar og félagar frá Slóvakíu eru engin lömb að leika sér við.
Mynd: EPA

A-landslið karla dróst í J-riðil með Portúgal, Bosníu, Lúxemborg, Slóvakíu og Liechtenstein í undanriðli fyrir næsta Evrópumót.


Tvö lið fara upp úr riðlinum og er ekkert umspilssæti fyrir liðið sem endar í þriðja. 

Undankeppnin hefst í mars 2023 og verða allir leikir riðlakeppninnar spilaðir á árinu.

Umspilið fer fram í mars 2024 en þar munu sigurvegarar Þjóðadeildarinnar mætast í úrslitakeppni uppá síðustu þrjú sætin á Evrópumótinu.

Hér fyrir neðan má sjá leikjaniðurröðun íslenska landsliðsins í undanriðlinum. Ísland spilar við Slóvakíu á Þjóðhátíðardaginn 17. júní og tekur svo á móti stjörnum prýddu landsliði Portúgala þremur dögum síðar.

23. mars:
Bosnía og Hersegóvína - Ísland

26. mars
Liechtenstein - Ísland

17. júní
Ísland - Slóvakía

20. júní
Ísland - Portúgal

8. september
Lúxemborg - Ísland

11. september
Ísland - Bosnía og Hersegóvína

13. október
Ísland - Lúxemborg

16. október
Í
sland - Liechtenstein

16. nóvember
Slóvakía - Ísland

19. nóvember
Portúgal - Ísland


Athugasemdir
banner
banner
banner