Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool horfir til Declan Rice - Inter Miami vill Ronaldo
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

BBC er búið að birta slúðurpakka dagsins og er hann ansi magur miðað við önnur skipti. Cristiano Ronaldo, Declan Rice, Kasper Schmeichel, Diogo Dalot og Cody Gakpo koma meðal annars fyrir í dag.



Inter Miami vill krækja í Cristiano Ronaldo, 37, frá Manchester United. Ekkert annað félag er reiðubúið til að borga gríðarlegan launapakka stórstjörnunnar sem vill halda á önnur mið, nema að Ronaldo lækki launakröfurnar. David Beckham er meðal eigenda Inter Miami. (Star)

Liverpool hefur mikinn áhuga á Declan Rice, 23 ára miðjumanni West Ham og enska landsliðsins, og vonast til að hann geti leyst vandamál liðsins á miðjunni. (Football Insider)

Kasper Schmeichel, 35, gæti verið að skipta um félag í janúar, aðeins sex mánuðum eftir félagsskiptin til Nice. Stuðningsmenn Leicester vilja fá hann aftur til félagsins en hann á í vandræðum með að halda byrjunarliðssætinu í Frakklandi. (L'Equipe)

Leit Barcelona að hægri bakverði hefur leitt félagið að Diogo Dalot, 23 ára portúgölskum bakverði Manchester United sem verður samningslaus eftir tímabilið. (Sport)

Leeds United er búið að ná samkomulagi við Cody Gakpo, 23, um samningsmál og leitar nú að samkomulagi við PSV Eindhoven um kaupverð. Hollenski kantmaðurinn Gakpo var gríðarlega eftirsóttur í sumar. (Mirror)

Tottenham er búið að bjóða Antonio Conte nýjan risasamning og vill félagið að stjórinn samþykki tilboðið fyrir janúargluggann. Conte hefur verið orðaður við Juventus undanfarnar vikur. (Football Insider)

Liverpool var með í kapphlaupinu um Yves Bissouma, 26 ára landsliðsmann Malí, sem endaði hjá Tottenham. (The Athletic)

Paris Saint-Germain er að vinna í því að fá Adrien Rabiot, 27, aftur til sín frá Juventus. Rabiot verður samningslaus næsta sumar. (Fichajes)

Arsenal mun ekki krækja í Manuel Locatelli á næstunni þar sem þessi 24 ára gamli Ítali segist ekki vera tilbúinn til að yfirgefa Juventus. (Football London)

Tammy Abraham, 25 ára sóknarmaður Roma, var spurður út í endurkaupsákvæðið sem Chelsea er með á honum. 'Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni' svaraði Abraham. (Ojora Babatunde)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner