Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðsli Luis Díaz og Alexander-Arnold líta ekki vel út
Mynd: EPA

Luis Diaz gaf stoðsendingu í fyrra jöfnunarmarki Liverpool í 3-2 tapi gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Hann fór meiddur af velli skömmu síðar og var Trent Alexander-Arnold svo skipt útaf í hálfleik.

Einhverjir héldu að Alexander-Arnold væri skipt af velli fyrir slaka varnarvinnu þar sem hann gat gert betur í báðum mörkum Arsenal. Svo er ekki, bakvörðurinn er meiddur og segir Jürgen Klopp að þetta líti ekki vel út.

„Hann og Luis Diaz eru báðir meiddir og þetta lítur ekki vel út. Það er rúsínan í pylsuendanum.." sagði Klopp í viðtali eftir tapið.


Athugasemdir
banner
banner
banner