Diego Costa spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Wolves gegn sínum gömlu félögum í gær.
Leiknum lauk með 3-0 sigri Chelsea en Costa lék aðeins tæpan klukkutíma í leiknum.
Þegar hann var tekinn af velli labbaði hann framhjá stuðningsmönnum Chelsea sem klöppuðu fyrir honum og sungu nafnið hans.
Hann tók mjög vel í það og klappaði fyrir þeim á móti. Costa lék 120 leiki og skoraði 59 mörk frá árunum 2014-2017 fyrir Chelsea.
Diego Costa getting a round of applause from the Chelsea fans. Once a blue, always a blue! #chewol pic.twitter.com/20KXHEiRSM
— Nathi (@Nathi___N) October 8, 2022
Athugasemdir