RB Leipzig er búið að staðfesta komu norska landsliðsmarkvarðarins Ørjan Nyland á frjálsri sölu.
Nyland varð samningslaus í sumar eftir stutta dvöl hjá Reading í ensku Championship deildinni en þar áður var hann hjá Bournemouth, Norwich og Aston Villa.
Nyland er fenginn til að fylla í skarðið sem ungverski landsliðsmarkvörðurinn Péter Gulácsi skilur eftir sig. Gulácsi meiddist illa og verður frá næstu mánuðina.
Hjá Leipzig mun Nyland berjast við Janis Blaswich, sem var fenginn frá Heracles í sumar, um byrjunarliðssæti.
Nyland er 32 ára gamall og á 40 landsleiki að baki fyrir Noreg.
#RBLeipzig verpflichtet mit sofortiger Wirkung Torhüter Örjan #Nyland!
— RB Leipzig (@RBLeipzig) October 9, 2022
Der 32-jährige Norweger war vereinslos, weshalb ein Wechsel auch außerhalb des Transferfensters möglich war, und erhält einen Vertrag über neun Monate bis Juni 2023.