Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 11:47
Ívan Guðjón Baldursson
Nyland kominn til RB Leipzig (Staðfest)
Mynd: EPA

RB Leipzig er búið að staðfesta komu norska landsliðsmarkvarðarins Ørjan Nyland á frjálsri sölu.


Nyland varð samningslaus í sumar eftir stutta dvöl hjá Reading í ensku Championship deildinni en þar áður var hann hjá Bournemouth, Norwich og Aston Villa.

Nyland er fenginn til að fylla í skarðið sem ungverski landsliðsmarkvörðurinn Péter Gulácsi skilur eftir sig. Gulácsi meiddist illa og verður frá næstu mánuðina.

Hjá Leipzig mun Nyland berjast við Janis Blaswich, sem var fenginn frá Heracles í sumar, um byrjunarliðssæti.

Nyland er 32 ára gamall og á 40 landsleiki að baki fyrir Noreg.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner