Carles Puyol, fyrrum liðsfélagi hans í landsliðinu, svaraði tísti vinar sins og gaf um leið í skyn að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Svar Puyol var þó nokkuð augljóslega grín þar sem hann lét hjarta og kyssutjákn fylgja færslunni.
Casillas baðst afsökunar á þessu tísti frá aðganginum sínum og sagðist hafa verið hakkaður. Puyol segist ekki hafa verið hakkaður, hann hafi bara ákveðið að taka þátt í gríninu.
„Ég gerði mistök. Ég vil biðjast afsökunar fyrir klaufalegt grín sem var ekki illa meint og átti ekki að fara fram á opinberum vettvangi. Ég skil að þetta getur hafa sært einhverja einstaklinga. Ég vil votta allri LGTBIQA+ hreyfingunni mína virðingu og stuðning," skrifaði Puyol á Twitter. Skammstöfun hinsegin hreyfingarinnar á Spáni er örlítið frábrugðin þeirri alþjóðlegu.
Me he equivocado. Perdón por una broma torpe sin ninguna mala intención y absolutamente fuera de lugar. Entiendo que puede haber herido sensibilidades. Todo mi respeto y apoyo a la comunidad LGTBIQA+
— Carles Puyol (@Carles5puyol) October 9, 2022