Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Leikmenn Liverpool ósáttir með vítaspyrnudóminn

Arsenal lagði Liverpool að velli í ensku úrvalsdeildinni og endurheimti þannig toppsætið af ríkjandi meisturum Manchester City.


Arsenal hefur farið feykilega vel af stað og er með 8 sigra eftir 9 umferðir en Liverpool situr í tíunda sæti, 14 stigum eftirá og með leik til góða.

Staðan var 2-2 í gríðarlega fjörugu einvígi á Emirates leikvanginum þegar heimamenn í Arsenal fengu dæmda vítaspyrnu. Brotið var á Gabriel Jesus innan vítateigs en Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var allt annað en sáttur.

Úr varð nokkuð skrautlegt rifrildi en að lokum steig Bukayo Saka á vítapunktinn og gerði dýrmætt sigurmark Arsenal.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner