Það hefur verið nokkuð um umdeilda dóma í ensku úrvalsdeildinni í dag og þá sérstaklega þegar boltinn fer í hendi leikmanna innan vítateigs.
Liverpool fékk ekki vítaspyrnu þegar Gabriel fékk boltann í hendina af stuttu færi fyrr í dag og núna fékk Manchester United ekki dæmt mark því Marcus Rashford fékk boltann í hendina.
Rashford var sloppinn í gegn og ætlaði að leika á Jordan Pickford markvörð Everton sem náði þó að reka fót í boltann. Boltinn skoppaði þá af hendi Rashford og náði hann að lokum að skora, en reglurnar um hendi í aðdraganda marks eru skýrar.
Rauðu djöflarnir höfðu betur gegn Everton, 1-2, en Rashford hefði gert út um viðureignina með þriðja markinu.
Það vekur athygli að afar svipað atvik átti sér stað í leik fyrr í dag þegar West Ham lagði Fulham að velli. Gianluca Scamacca skoraði þá eftir að hafa fengið boltann í hendina en markið látið standa.