Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 16:18
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Nunez jafnaði metin á Emirates
Darwin Nunez skoraði jöfnunarmarkið
Darwin Nunez skoraði jöfnunarmarkið
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez er byrjaður á skora á nýjan leik en hann jafnaði metin eftir rúman háltíma gegn Arsenal á Emirates.

Thiago kom boltanum á Trent Alexander-Arnold sem átti langan bolta fram völlinn. Gabriel ætlaði að hreinsa en hitti ekki boltann, sem fór síðan til Luis Díaz.

Hann keyrði út hægra megin við teiginn og kom honum fyrir á Nunez sem tæklaði boltann í netið.

Þetta er annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni í þriðja byrjunarliðsleiknum.

Hægt er að sjá jöfnunarmarkið með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Sjáðu jöfnunarmarkið
Athugasemdir
banner
banner