Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Ronaldo skoraði mark númer 700 á ferlinum

Manchester United er þessa stundina með forystu á útivelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.


Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum en var skipt inn eftir 29 mínútna leik þegar Anthony Martial þurfti að fara meiddur af velli, í stöðunni 1-1.

Stundarfjórðungi síðar slapp Ronaldo í gegn eftir frábæran undirbúning frá Casemiro og gerði vel að klára opið færi með marki. Hann kom Man Utd þannig í 1-2 forystu skömmu fyrir leikhlé.

Þetta er sjöhundraðasta markið sem Ronaldo skorar á atvinnumannaferli sínum og er hann markahæsti fótboltamaður sögunnar, með níu mörkum meira heldur en Lionel Messi.

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner
banner