Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
„Skiptir ekki máli hvort Casillas hafi verið hakkaður"

Marten De Roon, miðjumaður Atalanta og hollenska landsliðsins, er nokkuð vinsæll á Twitter þar sem hann er með 112 þúsund fylgjendur og fá færslur frá honum oft athygli.


Hann var í liði Atalanta sem gerði jafntefli við Udinese í dag og er í öðru sæti ítölsku deildarinnar. Eftir leikinn, þegar Atalanta var tímabundið á toppnum, skrifaði De Roon færslu á Twitter varðandi mál sem fangaði athygli fótboltaheimsins fyrr í dag.

Það mál varðar Iker Casillas og Carles Puyol, sem virtust koma saman út úr skápnum með aðstoð Twitter. Það var mikið rætt og ritað um málið en að lokum birti Casillas færslu þar sem hann sagðist hafa verið hakkaður og bað LGBT samfélagið afsökunar.

De Roon segir að vandamálið hafi ekki verið færslan frá Casillas eða hvort hann hafi verið hakkaður - vandamálið sé hversu mikil neikvæð umræða skapaðist í kringum svo eðlilegan hlut eins og að koma út úr skápnum. 

„Já, við erum á toppi deildarinnar (í bili). En ég vil ræða um eitt mikilvægara sem gerðist í dag, þegar samfélagsmiðlar sýndu okkur hversu langt við búum frá raunveruleikanum," skrifaði De Roon.

„Hvort sem Casillas var hakkaður eða ekki þá er ég búinn að sjá alltof margar færslur sem missa algjörlega marks. Ég bíð eftir deginum sem eitthvað svona verður ekki fréttnæmt - það er raunverulega vandamálið í þessu máli."


Athugasemdir
banner
banner
banner