Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Union á toppinn eftir greiða frá nágrönnunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Síðustu leikjum dagsins er lokið í þýska boltanum og er Union Berlin búið að endurheimta toppsætið með sigri í Stuttgart.


Paul Jaeckel gerði eina markið í jöfnum og tíðindalitlum leik á 76. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Sehrou Guirassy, leikmaður Stuttgart, sitt annað gula spjald.

Tíu heimamenn höfðu átt góðan leik en þeim tókst ekki að jafna og sitja þeir eftir í fallsæti, með fimm stig eftir níu umferðir.

Union er með 20 stig, tveimur stigum fyrir ofan Freiburg, sem gerði jafntefli við Hertha Berlin í dag, og fjórum stigum fyrir ofan stórveldi FC Bayern og Borussia Dortmund sem skildu jöfn í gær.

Freiburg tók forystuna í fyrri hálfleik í Berlín en heimamenn sneru stöðunni við til að gera nágrönnum sínum í Union greiða. Forystan hélst þó ekki lengi þar sem Kevin Schade gerði jöfnunarmark Freiburg á lokakaflanum og tryggði stig.

Þetta var fjórða jafntefli Hertha í röð og er liðið með átta stig. Freiburg er með átján stig.

Hertha Berlin 2 - 2 Freiburg
0-1 Daniel-Kofi Kyereh ('22 )
1-1 Dodi Lukebakio ('34 , víti)
2-1 Suat Serdar ('61 )
2-2 Kevin Schade ('78 )

Stuttgart 0 - 1 Union Berlin
0-1 Paul Jaeckel ('76 )
Rautt spjald: Sehrou Guirassy, Stuttgart ('82)


Athugasemdir
banner
banner