Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 09:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tomori ætlar að gefa allt í þetta gegn gömlu félögunum

Fikayo Tomori skoraði fyrra mark AC Milan í 2-0 sigri liðsins á Juventus í ítölsku deildinni í gær.


Hann fékk boltann í sig eftir skot frá Olivier Giroud og skoraði svo af stuttu færi.

„Já, við æfðum þetta á æfingu, nei augljóslega var ég smá heppinn en ég er ánægður með markið, að halda hreinu og vinna," sagði Tomori.

Næsti leikur Milan er á þriðjudaginn þegar liðið fær Chelsea í heimsókn í Meistaradeildinni. Tomori gekk til liðs við Milan frá Chelsea í janúar í fyrra.

„Það er leikur gegn Chelsea framundan, við viljum gera meira á vellinum, ekki bara standa okkur betur heldur vera fastir fyrir. Við vorum ákveðnir í dag og viljum reyna vinna á þriðjudaginn," sagði Tomori.


Athugasemdir
banner
banner