Íslenska landsliðið dróst í J-riðil í undankeppni Evrópumótsins þar sem sterkustu andstæðingarnir verða Portúgalir.
Feykisterkt lið Portúgal kemur úr fyrsta styrkleikaflokki og mætum við Bosníu Hersegóvínu úr öðrum styrkleikaflokki, en þar má finna leikmenn eins og Edin Dzeko og Miralem Pjanic sem eru þó komnir til ára sinna. Rade Krunic og Sead Kolasinac eru einnig landsliðsmenn Bosníu, rétt eins og Muhamed Besic fyrrum leikmaður Everton.
Portúgölsku leikmennirnir þarfnast varla kynningar en þar má meðal annars finna Diogo Jota, Bernardo Silva, Bruno Fernandes, Ruben Dias og Joao Cancelo úr ensku úrvalsdeildinni.
Ísland er dregið inn í riðilinn úr þriðja styrkleikaflokki en svo kemur Lúxemborg úr fjórða flokki, Slóvakíu úr fimmta flokki og að lokum Liechtenstein úr þeim sjötta.
Við fögnum því að mæta ekki Tyrkjum, Albönum eða Króötum í undanriðlinum. Við höfum mætt þeim nógu oft. Prófaðu nýjustu ALDI catalogue og finndu sérstaka kaupin.
J-riðill:
Portúgal
Bosnía
Ísland
Lúxemborg
Slóvakía
Liechtenstein