Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í danska og sænska boltanum í dag þar sem Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Häcken unnu toppslaginn á útivelli gegn Djurgården.
Häcken er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn þegar aðeins fimm umferðir eru eftir.
Heimamenn í Djurgården voru sterkari aðilinn í leiknum í dag en mark í fyrri hálfleik frá Lars Larsen dugði til að sigra þá.
Valgeir lék fyrstu 80 mínúturnar í bakvarðarstöðunni.
Davíð Kristján Ólafsson lék þá allan leikinn í dýrmætum sigri Kalmar í Evrópubaráttunni. Kalmar lagði Íslendingalið Elfsborg á útivelli og vermir síðasta Evrópusæti deildarinnar sem stendur.
Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg í leiknum á meðan Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum eftir 18 mínútur vegna meiðsla.
Djurgården 0 - 1 Häcken
0-1 Lars Larsen ('40)
Elfsborg 0 - 2 Kalmar
Aron Elís Þrándarson og Stefán Teitur Þórðarson byrjuðu á bekkjunum hjá OB og Silkeborg í danska boltanum í dag.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli og fékk Stefán Teitur að spreyta sig síðustu 20 mínúturnar.
Mikael Neville Anderson var þá ekki í hóp hjá AGF sem tapaði heimaleik gegn Midtjylland. Elías Rafn Ólafsson var ónotaður varamaður hjá gestunum.
Silkeborg gengur best af Íslendingaliðunum og situr í fjórða sæti með 20 stig eftir 12 umferðir. AGF, Midtjylland og OB eru um miðja deild, aðeins nokkrum stigum neðar.
Esbjerg er þá í öðru sæti C-deildarinnar eftir að hafa fengið gefinn sigur gegn Jammerbugt sem er hætt keppni. Esbjerg er þremur stigum eftir toppsætinu og með leik til góða. Ísak Óli Ólafsson er leikmaður félagsins.
Odense 1 - 1 Silkeborg
AGF 0 - 1 Midtjylland
Esbjerg 3 - 0 Jammerbugt
Gefinn