Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   fös 10. júlí 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Tonny Mawejje í Þrótt (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur samið við miðjumanninn Tonny Mawejje en þetta staðfesti Gregg Ryder þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Tonny hefur gert samning sem gildir út næsta tímabil.

Tonny þekkir íslenska boltann vel en hann spilaði með ÍBV frá 2009 til 2013.

Í fyrra spilaði Tonny síðan síðari hluta sumars með Val í Pepsi-deildinni.

Tonny yfirgaf norska félagið Haugesund fyrr á árinu en hann hefur undanfarið æft í heimlandi sínu Úganda. Þá hefur hann einnig spilað leiki með landsliði Úganda í sumar.

Tonny er væntanlegur til landsins á miðvikudag, sama dag og félagaskiptaglugginn opnar. Tonny gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Þór annan laugardag en hann verður ekki með gegn Selfyssingum á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner